Færsluflokkur: Kylfingur vikunnar

Kylfingur vikunnar - Ragnar Már Ríkarðsson

 

 

Sveitakeppni GSÍ á Akureyri 2012 012

Ragnar Már skoðar línuna í sveitakeppninni á Akureyri 

 

Ragnar Már Ríkarðsson er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Ragnar Már hefur æft golf frá 5 ára aldri en þá byrjaði hann á golfnámskeiðum hjá golfklúbbnum. Ragnar átti glæsilegt sumar og lækkaði forgjöfina sína úr 23,8 niður í 12,8. Frábær frammistaða. 

 Ragnar var í yngri sveit Kjalar í sveitakeppni 15 ára og yngri en þar stóð hann sig frábærlega og lék meðal annars á 76 höggum í höggleiknum. Leikið er á gulum teigum sem gerir þetta að frábæru afreki hjá þessum unga og stórefnilega Kjalarmanni. Við spurðum Ragnar nokkurra spurninga.

 

553201_388961984501007_448331993_n 

Ragnar Már á 1. teig á Hlíðavelli 

 

Nafn: Ragnar Már Ríkarsson

 

 

Aldur: 12 ára

 

 

Forgjöf: 12,8

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég byrjaði í golfi þegar ég var 4 ára með plastkylfur sem að mamma og pabbi keyptu handa mér. Síðan fór ég á sumarnámskeið 5 ára og skráði mig í klúbbinn eftir það. Mér finnst alveg ótrúlega gaman í golfi.

 

Hellishólar 2011 og meistaramót GKJ 2011 302 

Ragnar Már varð klúbbmeistari í flokki 11-12 ára árið 2011

 

Besta skor: 76 högg í sveitakeppninni á Akureyri í sumar.

 

 

Fyrirmynd: Rickie Fowler og Tiger Woods

 

 

Uppáhalds kylfingur, af hverju? Rickie Fowler af því að mér finnst hann flottur og góður í golfi. 

 

 

Uppáhaldshöggið í golfi? 60 metra innáhögg með 52°

 

314339_10150276477476148_348723457_n  

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Klárlega Hlíðavöllur og síðan líka Jaðarsvöllur á Akureyri.

 

 

Uppáhaldshola á Hlíðavelli, af hverju? 4. hola, af því að ég sló í fyrsta höggi með driver inná og var 1 meter frá.

 

 

Helstu styrkleikar í golfinu? Ætli það séu ekki púttin.

 

 

Besta högg sem þú hefur slegið? Í æfingaferðinni á Hellishólum á 17. holu. Ég shankaði upphafshöggið og var 50 metra frá með 60° og chippaði beint í.

 

 

Markmið í golfinu? Komast í landsliðið, fara í skóla í USA á golfstyrk og verða atvinnumaður.

 

 

Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Æfa stíft, vera einbeittur og standa mig

vel í náminu. 

 

Skemmtileg saga af golfvellinum? Þegar ég var caddy hjá Magga Lár í sumar, hann var með rafmagnskerru og ég rakst í takkann og kerran stakk mig af. 

 

402580_421417044588834_125679983_n 

Ragnar Már fékk verðlaun fyrir mestu framfarir á uppskeruhátíð unglinga 

 


Kylfingur vikunnar - Kristín María Þorsteinsdóttir

 Kristín María efnilegust

Kristín var valin efnilegust á uppskeruhátíð unglingastarfs árið 2012 

 

Kristín María Þorsteinsdóttir er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Kristín María er einn efnilegasti kylfingur klúbbsins og hefur æft hjá Golfklúbbnum Kili í 6 ár, eða frá 8 ára aldri.

 Kristín átti gott golfsumar og var meðal annars í lokaholli á Arionbankamótaröð unglinga á Urriðavelli. Kristín komst einnig í úrslit Unglingaeinvígisins í Mos en það er í fyrsta sinn sem stúlka frá Golfklúbbnum Kili nær því afreki. 

Kristín María er frábær fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins og á án efa eftir að ná langt í íþróttinni. 

 Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Kristínu.

 

Nafn: Kristín María Þorsteinsdóttir

 

Aldur: 14

 

Forgjöf: 15,4

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Byrjaði að fikta 3 ára með plastkylfur. Öll fjölskyldan mín er í golfi en ég held að ég hafi farið á námskeið og æfingar 8 ára og æft síðan

 

Besta skor: 86

 

Fyrirmynd: Þorsteinn Hallgrímsson, Hallgrímur Júlíusson og Rory McIlroy

 

Uppáhaldskylfingur, af hverju? Pabbi gamli, algjör fyrirmynd úti á velli og frábær kylfingur en líka Rory McIlroy, hefur náð frábærum árangri

 

Uppáhaldshöggið í golfi? Járnahöggin og vippin

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Að sjálfsögðu Hlíðavöllur en svo líka Vestmannaeyjavöllur

 

 meistaramót 2012

 

Uppáhaldshola á Hlíðarvelli, af hverju? 4.holan, áskorun en samt getur maður verið í góðum birdie séns

 

Helstu styrkleikar? Þrjóska og skapið

 

Besta högg sem þú hefur slegið? Undankeppni Unglingaeinvígisins 2012 á síðustu holunni (12.). Ég setti í 17 metra pútt fyrir að komast áfram. Frábær tilfinning!

 

Markmið í golfinu? Komast í landsliðið og háskóla út. Vera fyrirmynd fyrir aðra

 

Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Æfa stíft, vera kurteis og halda einbeitingu

 

Skemmtileg saga af golfvellinum? Þegar ég var að horfa á Heiðu Guðna keppa í meistaramótinu og þegar hún og fleiri lentu í bið við 7. teig, settust þau niður og byrjuðu að skreyta golfbolta. Óborganlegt! 

 Kristín María klúbbmeistari 2012

Kristín María varð klúbbmeistari stúlkna í sumar

 

Unglingaeinvígi1

Kristín á 4.teig í Unglingaeinvíginu í Mos 2012 

 

 

 

 


Kylfingur vikunnar - Finnbogi Steingrímsson

Finnbogi-Steingrímsson

Finnbogi flottur  

 

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er hinn ungi og efnilegi Finnbogi Steingrímsson. Finnbogi er einn af efnilegustu kylfingum klúbbsins og náði meðal annars draumahöggi allra kylfinga í sumar en hann fór holu í höggi á 15. braut Hlíðavallar í Opna Fjölskyldumótinu. 

 Finnbogi gerði sér lítið fyrir og varð stigameistari á Mótaröð GKj í flokki 11-14 ára drengja þrátt fyrir að vera einungis á 11 ári. Frábær árangur hjá honum.

Finnbogi_mótaröðGkj 

Finnbogi sáttur með stigameistaratitilinn á Mótaröð GKj 

 

Finnbogi er duglegur og áhugasamur kylfingur og mun án efa ná langt í golfinu ef hann heldur áfram á sömu braut. Finnbogi svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.

 

Nafn: Finnbogi Steingrímsson

 

Aldur: 10 ára

 

Forgjöf: 20,5

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði að fikta við golfið 4 ára en byrjaði að æfa 8 ára gamall

 

Besta skor? 77 högg á Hlíðarvelli

 

 Fyrirmynd: Bubba Watson

 

Uppáhaldskylfingur, af hverju? Bubba Watson og af því að hann er svo flottur kylfingur

 

Uppáhaldshöggið í golfi? 80 metra innáhögg

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Golfvöllurinn á Húsavík

 

Uppáhaldshola á Hlíðarvelli? Klárlega 15. hola af því að ég fór holu í höggi þar þann 18. júlí 2012 

 

Helstu styrkleikar í golfinu? Stuttaspilið

 

Besta högg sem að þú hefur slegið? Höggið á 15. holu þegar ég fór holu í höggi

 

holaíhöggi 

Finnbogi með kúluna sem hann fór holu í höggi með á 15.braut Hlíðavallar 

 

Markmið í golfinu? Verða það góður til þess að geta komist á erlendar mótaraðir 

 

Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Ég þarf að æfa rosalega vel allan ársins hring 

 

 Picture 033

Feðgarnir glæsilegir á Áskorendamótaröðinni

 

meistaramót 

Glæsileg sveifla! 


Kylfingur vikunnar - Guðni Valur Guðnason

 
Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Guðni Valur Guðnason. Guðni hefur æft golf hjá GKj síðan hann var 9 ára gamall. Guðni er efnilegur kylfingur og hefur alla burði til þess að ná langt í íþróttinni ef hann leggur hart að sér við æfingar.
 
Guðni er einn af högglengri kylfingum landsins þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall. Guðni stefnir langt í golfinu en hann vill verða atvinnukylfingur að loknu háskólanámi í Bandaríkjunum.
 
 
Kiðjaberg 
Guðni Valur í Íslandsmóti unglinga í Kiðjabergi
 
 
Nafn: Guðni Valur Guðnason
 
 
Aldur: 17 ára
 
 
Forgjöf: 6,8
 
 
Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Frændi minn gaf mér kylfur í afmælisgjöf og ég byrjaði að leika mér eitthvað út í móa c.a. 2002. Ári seinna fór ég á námskeið og svo byrjaði ég í klúbbnum ári eftir það eða 2004.
 
 
Besta skor: 73 högg á Hólmsvelli í Leiru
 
 
Fyrirmynd: Shaquille O´neal
 
 
Uppáhalds kylfingur? Bubba Watson hann er eitthvað svo flippaður og slær langt.
 
 
Uppáhaldshöggið í golfi? Drævin og púttin eru svona nokkuð jöfn í fyrsta hjá mér.
 
Guðni Valur 
Guðni Valur 11 ára  
 
 
Uppáhaldsgolfvöllur? Hlíðarvöllur auðvitað
 
 
Uppáhaldshola á Hlíðarvelli? 4. holan því að hún er hrikalega flott.
 
 
Helstu styrkleikar í golfinu? Löng högg
  
 
Besta högg sem þú hefur slegið? Ekki hugmynd
 
 
Markmið í golfinu? Reyna að komast í háskóla í USA og komast síðan á PGA eða Evrópumótaröðina og verða atvinnukylfingur.
 
 
Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Æfa meira, verða betri, æfa meira og verða betri en hinir.
 
 
Skemmtilega saga af golfvellinum? Þegar ég braut pútterinn minn á 14. holu í leirunni. Ég slæ gott og langt dræv á miðja braut. Annað höggið svo inn á grín svona 15 metra frá holunni. Síðan pútta ég svona helmninginn af vegalengdinni, pútta síðan bara aftur helminginn af vegalengdinni. Var orðinn svolítið pirraður og labba upp að kúlunni og ætla að setja púttið í fyrir parinu og missi það stutt og til hægri. Þá sparka ég í pútterinn og hann beyglast í 90° og þegar ég ætla að rétta hann við brotnar hann. Svo púttaði ég tvisvar í viðbót með 60° og endaði á double bogey á þessari holu eftir flott fimmpútt.
 
4. teigur 
Guðni slær af 4. teig en 4. holan er uppáhalds hola Guðna
 
 
 
 
 

Kylfingur vikunnar - Björgvin Franz Björgvinsson

 

 Björgvin Franz á Akureyri

Björgvin Franz í sveitakeppni 15 ára og yngri á Akureyri 

 

 Kylfingur vikunnar að þessu sinni er enginn annar en Björgvin Franz Björgvinsson. Björgvin er ungur og efnilegur kylfingur sem stundar golfið sitt af miklu kappi. Björgvin er alltaf hress og kátur og með frábært hugarfar sem allir mega taka til fyrirmyndar. 

Óhætt er að segja að Björgvin búi á golfvellinum yfir sumartímann enda fáir sem ná sömu ástundun og Björgvin. Yfir vetrartímann flytur Björgvin sig um set og flytur niður í íþróttahúsið að Varmá, en þar stundar hann handbolta með Aftureldingu. 

 Helstu markmiðin hans Björgvins í golfinu eru að komast á PGA mótaröðina og spila á Masters. Við spurðum Björgvin nokkurra spurninga. 

 60195_426810314049507_474125552_n

Björgvin var í sveit GKj í sveitakeppni 15 ára og yngri. Björgvin stóð sig frábærlega og er framtíðar foursome spilari klúbbsins en hann er með magnaðan árangur úr sveitakeppnum síðustu tveggja ára.

Nafn: Björgvin Franz Björgvinsson

 

Aldur: 12 ára

 

Forgjöf: 17,1

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég byrjaði í golfi 7 ára gamall. Ég byrjaði á námskeiði með bróður mínum og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég byrjaði bara að æfa. 

 

Besta skor: 76 högg á Svarfhólsvelli á Selfossi

 

Fyrirmynd: Held bara pabbi

 

Uppáhalds kylfingur, af hverju? Luke Donald af því að hann er svo góður í glompu.

 

Uppáhaldshöggið í golfi? 100 metrar og niður 

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Hlíðavöllur

 

Uppáhaldshola á Hlíðavelli, af hverju? 1. hola af því að hún er skemmtilegri en aðrar holur á vellinum 

 

Helstu styrkleikar í golfinu? 100 metrar og niður

 

Besta högg sem þú hefur slegið? 1 cm frá því að fara holu í höggi á fyrstu holu á Hlíðavelli 

 

Markmið í golfinu? Komast á PGA mótaröðina og spila á Masters

 

Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Halda áfram að æfa stíft

 

Skemmtileg saga af golfvellinum? Þegar við ætluðum að taka æfingahring á Vatnsleysuströnd fyrir Áskorendamótaröðina í sumar og völlurinn var gjörsamlega á floti og þá var ekkert vatnsleysi þar.

 

529838_3457769094992_213831890_n 

Björgvin Franz flottur á 2. teig á Matalascanas í vor 

 

531198_388357734561432_1116741841_n 

 

 


Kylfingur vikunnar - Gísli Ólafsson

Gísli Ólafsson er búinn að æfa golf hjá Golfklúbbnum Kili í um 10 ár. Gísli var að ljúka sínu síðasta ári í unglingaflokki á Arionbankamótaröðinni og keppir því á Eimskipsmótaröðinni á næsta ári. Gísli varð í sumar í 12. sæti á Arionbankamótaröð unglinga í flokki 17-18 ára. Hann varð einnig klúbbmeistari Kjalar í flokki 17-18 ára eftir harða baráttu við Guðna Val.

 

 unglingaeinvígi

 Fullyrða má að enginn hafi unnið nándarverðlaun eins oft og Gísli. Hérna er hann með nándarverðlaun úr Unglingaeinvíginu

 

Gísli er duglegur við æfingar og stefnir að því að ná langt í golfinu. Hans helstu markmið eru að komast í háskóla í Bandaríkjunum. Við spurðum Gísla nokkurra spurninga.

Nafn: Gísli Ólafsson

 

Aldur: 18 ára

 

Forgjöf: 5,6

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég sló fyrst með golfkylfu þegar ég var 3 ára gamall. En ég fór að mæta á námskeið þegar ég var 7-8 ára. Svo byrjaði ég að æfa þegar ég var níu ára. Ástæðan fyrir að ég byrjaði var að pabbi lét mig mæta á námskeið og eftir það hef ég ekki getað hætt. Önnur ástæða var vegna þess að afi minn og alnafni var mikill golfari. Hann varð fyrsti íslandsmeistarinn og vann mótið fyrstu 3 árin sem það var haldið. En hann lést áður en ég fæddist, sem er mjög leiðinlegt. En þetta hafði mikil áhrif á að ég byrjaði í golfi. 

 

Besta skor: 74 á Kiðjabergsvelli (hvítum teigum)

 

Fyrirmynd: Ætli það sé ekki afi minn (Gísli Ólafsson), Tiger Woods og Phil Mickelson

 

Uppáhalds kylfingur, af hverju? Tiger Woods án efa. Það er bara svo gaman að sjá hann spila þessa íþrótt. Mótið er einfaldlega allt annað ef að þessi maður tekur þátt. Hann færir þennan vilja sinn og einbeitingu sína á völlinn og hann gefst aldrei upp. Magnað að sjá hann spila, sérstaklega þegar hann fer í ham. 

 

Uppáhaldshöggið í golfi? Frá 70 metrum upp í 125 metra 

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Í dag er það Kiðjabergsvöllur

 

Uppáhaldshola á Hlíðarvelli, af hverju? 18 holan. Hún er bara svo krefjandi og skemmtileg. Hún hefur reyndar ekki reynst mér góð undanfarin tvö ár en það er akkúrat þess vegna að hún er skemmtileg, hún veitir manni svo mikla áskorun.

 

Helstu styrkleikar í golfinu? Ég myndi segja að það væru púttin, eins og staðan er núna.

 

Besta högg sem þú hefur slegið: Það var kannski ekki besta höggið en klárlega eftirminnilegasta. Á níundu í leirunni (2008) var ég í glompunni vinstra megin við grínið í tveimur höggum. Svo sló ég upp úr glompunni og ég skallaði boltann og ég bölvaði og ragnaði í hausnum á mér þangað til ég sé boltann fara í flaggið og þaðan beint niður og ofan í holuna, ógeðslegasta högg sem ég hef séð og upplifað, en engu að síður EASY birdie.

 

Markmið í golfinu? Markmiðið er að fara í háskólanám í Bandaríkjunum á golfstyrk eftir menntaskóla. Eftir það reynir maður að láta draum sinn rætast og komast á Evróputúrinn eða PGA-túrinn og fá borgað fyrir það sem ég elska að gera. 

 

Hvað þarfu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Til þess að ná þessum markmiðum þarf ég að vera duglegur að æfa mig. Ég þarf einnig að standa mig í náminu til þess að auðvelda mér að komast í skóla í Bandaríkjunum.  

 

 klúbbmeistari

 Gísli varð klúbbmeistari í sumar

 

 skotland

 Gísli flottur í Skotlandi

 

Arion borgarnes.jpg2 

 

 

kiðjaberg 

 Gísli í flottri stöðu á Íslandsmóti unglinga á Kiðjabergsvelli

 

ísfls 

 

 

púttlína 

 Púttlínan skoðuð

  


Kylfingur vikunnar - Sigmundur Þór Eysteinsson

Nú á næstu vikum munum við í hverri viku kynna einn iðkenda úr barna og unglingastarfinu. Fyrstur til þess að vera kylfingur vikunnar er Sigmundur Þór Eysteinsson.

 

Sigmundur Þór hitti í körfuna í körfukeppni GKj á bæjarhátíðinni Í túninu heima. 

Sigmundur hitti í körfuna í körfukeppninni á bæjarhátíðinni Í túninu heima 

 

 Sigmundur byrjaði í golfi haustið 2011 og hefur æft vel og samviskulega síðan. Sigmundur hefur náð góðum framförum frá byrjun og mun án efa ná langt ef hann heldur áfram á sömu braut. 

Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Sigmund

Nafn: Sigmundur Þór Eysteinsson 

Aldur: 12

Forgjöf: 29,4

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég fór alltaf með vinum mínum út á æfingasvæði og mér fannst alltaf svo gaman þegar við fórum og ég ákvað að byrja að æfa. 

Besta skor: 89 á 18 holum og 42 á 9 holum

Uppáhalds kylfingur, af hverju?: Rory Mcllroy af því að hann er góður í golfi og skemmtilegt að horfa á hann spila í mótum. 

Uppáhaldshöggið í golfi? Á 16. holu þegar ég sló 50 metra vipp ofan í holuna fyrir fugli.

Uppáhaldsgolfvöllur? Á Íslandi er það Kjölur en erlendis St. Andrews.

Uppáhaldshola á Hlíðavelli, af hverju? Hola 2 af því að ég hef 4 sinnum fengið fugl á hana.

Helstu styrkleikar í golfinu? Ég held að það séu upphafshöggin.

Besta högg sem þú hefur slegið? Á 4. holu þegar ég sló mjög langt upphafshögg.

Markmið í golfinu? Að vera atvinnukylfingur og eftir það að verða kennari í golfi og halda halda alltaf áfram að bæta mig. 

 

Í hverri viku verður kynntur til leiks nýr kylfingur vikunnar. Endilega verið vel vakandi fyrir því hvort að þið fáið tölvupóst með spurningum. Ef þið eruð ekki viss um að við séum með netfangið ykkar getið þið sett það hérna fyrir neðan í Athugasemdir.


Um bloggið

Golfklúbburinn Kjölur

Höfundur

Golfklúbburinn Kjölur
Golfklúbburinn Kjölur
Fréttir af unglinga og afreksstarfi GKj

Könnunin

Ætlar þú að vera dugleg/ur að æfa í vetur?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 027
  • Picture 026
  • Picture 025
  • Picture 024
  • Picture 023

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband