3.10.2012 | 10:32
Kylfingur vikunnar - Sigmundur Þór Eysteinsson
Nú á næstu vikum munum við í hverri viku kynna einn iðkenda úr barna og unglingastarfinu. Fyrstur til þess að vera kylfingur vikunnar er Sigmundur Þór Eysteinsson.
Sigmundur hitti í körfuna í körfukeppninni á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Sigmundur byrjaði í golfi haustið 2011 og hefur æft vel og samviskulega síðan. Sigmundur hefur náð góðum framförum frá byrjun og mun án efa ná langt ef hann heldur áfram á sömu braut.
Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Sigmund
Nafn: Sigmundur Þór Eysteinsson
Aldur: 12
Forgjöf: 29,4
Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég fór alltaf með vinum mínum út á æfingasvæði og mér fannst alltaf svo gaman þegar við fórum og ég ákvað að byrja að æfa.
Besta skor: 89 á 18 holum og 42 á 9 holum
Uppáhalds kylfingur, af hverju?: Rory Mcllroy af því að hann er góður í golfi og skemmtilegt að horfa á hann spila í mótum.
Uppáhaldshöggið í golfi? Á 16. holu þegar ég sló 50 metra vipp ofan í holuna fyrir fugli.
Uppáhaldsgolfvöllur? Á Íslandi er það Kjölur en erlendis St. Andrews.
Uppáhaldshola á Hlíðavelli, af hverju? Hola 2 af því að ég hef 4 sinnum fengið fugl á hana.
Helstu styrkleikar í golfinu? Ég held að það séu upphafshöggin.
Besta högg sem þú hefur slegið? Á 4. holu þegar ég sló mjög langt upphafshögg.
Markmið í golfinu? Að vera atvinnukylfingur og eftir það að verða kennari í golfi og halda halda alltaf áfram að bæta mig.
Í hverri viku verður kynntur til leiks nýr kylfingur vikunnar. Endilega verið vel vakandi fyrir því hvort að þið fáið tölvupóst með spurningum. Ef þið eruð ekki viss um að við séum með netfangið ykkar getið þið sett það hérna fyrir neðan í Athugasemdir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kylfingur vikunnar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Facebook
Um bloggið
Golfklúbburinn Kjölur
Færsluflokkar
Könnunin
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
arnars@hive.is
jason (IP-tala skráð) 3.10.2012 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.