Kylfingur vikunnar - Gísli Ólafsson

Gísli Ólafsson er búinn að æfa golf hjá Golfklúbbnum Kili í um 10 ár. Gísli var að ljúka sínu síðasta ári í unglingaflokki á Arionbankamótaröðinni og keppir því á Eimskipsmótaröðinni á næsta ári. Gísli varð í sumar í 12. sæti á Arionbankamótaröð unglinga í flokki 17-18 ára. Hann varð einnig klúbbmeistari Kjalar í flokki 17-18 ára eftir harða baráttu við Guðna Val.

 

 unglingaeinvígi

 Fullyrða má að enginn hafi unnið nándarverðlaun eins oft og Gísli. Hérna er hann með nándarverðlaun úr Unglingaeinvíginu

 

Gísli er duglegur við æfingar og stefnir að því að ná langt í golfinu. Hans helstu markmið eru að komast í háskóla í Bandaríkjunum. Við spurðum Gísla nokkurra spurninga.

Nafn: Gísli Ólafsson

 

Aldur: 18 ára

 

Forgjöf: 5,6

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég sló fyrst með golfkylfu þegar ég var 3 ára gamall. En ég fór að mæta á námskeið þegar ég var 7-8 ára. Svo byrjaði ég að æfa þegar ég var níu ára. Ástæðan fyrir að ég byrjaði var að pabbi lét mig mæta á námskeið og eftir það hef ég ekki getað hætt. Önnur ástæða var vegna þess að afi minn og alnafni var mikill golfari. Hann varð fyrsti íslandsmeistarinn og vann mótið fyrstu 3 árin sem það var haldið. En hann lést áður en ég fæddist, sem er mjög leiðinlegt. En þetta hafði mikil áhrif á að ég byrjaði í golfi. 

 

Besta skor: 74 á Kiðjabergsvelli (hvítum teigum)

 

Fyrirmynd: Ætli það sé ekki afi minn (Gísli Ólafsson), Tiger Woods og Phil Mickelson

 

Uppáhalds kylfingur, af hverju? Tiger Woods án efa. Það er bara svo gaman að sjá hann spila þessa íþrótt. Mótið er einfaldlega allt annað ef að þessi maður tekur þátt. Hann færir þennan vilja sinn og einbeitingu sína á völlinn og hann gefst aldrei upp. Magnað að sjá hann spila, sérstaklega þegar hann fer í ham. 

 

Uppáhaldshöggið í golfi? Frá 70 metrum upp í 125 metra 

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Í dag er það Kiðjabergsvöllur

 

Uppáhaldshola á Hlíðarvelli, af hverju? 18 holan. Hún er bara svo krefjandi og skemmtileg. Hún hefur reyndar ekki reynst mér góð undanfarin tvö ár en það er akkúrat þess vegna að hún er skemmtileg, hún veitir manni svo mikla áskorun.

 

Helstu styrkleikar í golfinu? Ég myndi segja að það væru púttin, eins og staðan er núna.

 

Besta högg sem þú hefur slegið: Það var kannski ekki besta höggið en klárlega eftirminnilegasta. Á níundu í leirunni (2008) var ég í glompunni vinstra megin við grínið í tveimur höggum. Svo sló ég upp úr glompunni og ég skallaði boltann og ég bölvaði og ragnaði í hausnum á mér þangað til ég sé boltann fara í flaggið og þaðan beint niður og ofan í holuna, ógeðslegasta högg sem ég hef séð og upplifað, en engu að síður EASY birdie.

 

Markmið í golfinu? Markmiðið er að fara í háskólanám í Bandaríkjunum á golfstyrk eftir menntaskóla. Eftir það reynir maður að láta draum sinn rætast og komast á Evróputúrinn eða PGA-túrinn og fá borgað fyrir það sem ég elska að gera. 

 

Hvað þarfu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Til þess að ná þessum markmiðum þarf ég að vera duglegur að æfa mig. Ég þarf einnig að standa mig í náminu til þess að auðvelda mér að komast í skóla í Bandaríkjunum.  

 

 klúbbmeistari

 Gísli varð klúbbmeistari í sumar

 

 skotland

 Gísli flottur í Skotlandi

 

Arion borgarnes.jpg2 

 

 

kiðjaberg 

 Gísli í flottri stöðu á Íslandsmóti unglinga á Kiðjabergsvelli

 

ísfls 

 

 

púttlína 

 Púttlínan skoðuð

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Golfklúbburinn Kjölur

Höfundur

Golfklúbburinn Kjölur
Golfklúbburinn Kjölur
Fréttir af unglinga og afreksstarfi GKj

Könnunin

Ætlar þú að vera dugleg/ur að æfa í vetur?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 027
  • Picture 026
  • Picture 025
  • Picture 024
  • Picture 023

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband