15.10.2012 | 23:54
Kylfingur vikunnar - Björgvin Franz Björgvinsson
Björgvin Franz í sveitakeppni 15 ára og yngri á Akureyri
Kylfingur vikunnar að þessu sinni er enginn annar en Björgvin Franz Björgvinsson. Björgvin er ungur og efnilegur kylfingur sem stundar golfið sitt af miklu kappi. Björgvin er alltaf hress og kátur og með frábært hugarfar sem allir mega taka til fyrirmyndar.
Óhætt er að segja að Björgvin búi á golfvellinum yfir sumartímann enda fáir sem ná sömu ástundun og Björgvin. Yfir vetrartímann flytur Björgvin sig um set og flytur niður í íþróttahúsið að Varmá, en þar stundar hann handbolta með Aftureldingu.
Helstu markmiðin hans Björgvins í golfinu eru að komast á PGA mótaröðina og spila á Masters. Við spurðum Björgvin nokkurra spurninga.
Björgvin var í sveit GKj í sveitakeppni 15 ára og yngri. Björgvin stóð sig frábærlega og er framtíðar foursome spilari klúbbsins en hann er með magnaðan árangur úr sveitakeppnum síðustu tveggja ára.
Nafn: Björgvin Franz Björgvinsson
Aldur: 12 ára
Forgjöf: 17,1
Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Ég byrjaði í golfi 7 ára gamall. Ég byrjaði á námskeiði með bróður mínum og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég byrjaði bara að æfa.
Besta skor: 76 högg á Svarfhólsvelli á Selfossi
Fyrirmynd: Held bara pabbi
Uppáhalds kylfingur, af hverju? Luke Donald af því að hann er svo góður í glompu.
Uppáhaldshöggið í golfi? 100 metrar og niður
Uppáhaldsgolfvöllur? Hlíðavöllur
Uppáhaldshola á Hlíðavelli, af hverju? 1. hola af því að hún er skemmtilegri en aðrar holur á vellinum
Helstu styrkleikar í golfinu? 100 metrar og niður
Besta högg sem þú hefur slegið? 1 cm frá því að fara holu í höggi á fyrstu holu á Hlíðavelli
Markmið í golfinu? Komast á PGA mótaröðina og spila á Masters
Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Halda áfram að æfa stíft
Skemmtileg saga af golfvellinum? Þegar við ætluðum að taka æfingahring á Vatnsleysuströnd fyrir Áskorendamótaröðina í sumar og völlurinn var gjörsamlega á floti og þá var ekkert vatnsleysi þar.
Björgvin Franz flottur á 2. teig á Matalascanas í vor
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kylfingur vikunnar | Facebook
Um bloggið
Golfklúbburinn Kjölur
Færsluflokkar
Könnunin
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur Björgvin! :)
Golfari (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.