Theodór Emil keppir í Bandaríkjunum

Theodór Emil Karlsson

 

Klúbbmeistarinn okkar Theodór Emil hóf í dag keppni á sínu öðru háskólamóti í Bandaríkjunum. Teddi spilar með University of Arkansas-Montecillo. Við vorum í sambandi við Tedda og hann lýsti fyrir okkur hefðbundnum degi í skólanum.

"Vakna sirka um hálf 8 og græja mig fyrir skólann. Þar sem ég bý á campus þá er ég ekki nema 2-6 mín að labba í allar stofurnar. Ég er í tíma frá 8:10 til 12:30-13:00.. Þegar skólinn er búinn þá er farið í möturneytið í skólanum og borðaður hádegismatur. Þá hittir maður yfirleitt meirihlutan úr golfliðinu. Svona rétt fyrir 2 þá förum við í golf á Monticello Country Club, sem er 9 holu völlur. Minnir mann svolítið á Bakkakot nema bara mun lengri. Við förum yfirleitt að spila og svo er æfing um 5 leitið. Þá er tekið stuttaspilið, session á æfingasvæðinu og eitthvað í þeim dúr.

Svo er haldið heim þegar fer að dimma, sem er svona sirka í kringum 7. Þegar maður kemur heim er það lærdómur eða sjónvarpið. Áður en ég veit af er annar dagur kominn og rútínan heldur áfram. "

 Við munum fylgjast vel með Tedda í mótinu og setja inn fréttir af því hvernig honum gengur og óskum við honum að sjálfsögðu góðs gengis. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Golfklúbburinn Kjölur

Höfundur

Golfklúbburinn Kjölur
Golfklúbburinn Kjölur
Fréttir af unglinga og afreksstarfi GKj

Könnunin

Ætlar þú að vera dugleg/ur að æfa í vetur?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 027
  • Picture 026
  • Picture 025
  • Picture 024
  • Picture 023

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband