Kylfingur vikunnar - Guðni Valur Guðnason

 
Kylfingur vikunnar að þessu sinni er Guðni Valur Guðnason. Guðni hefur æft golf hjá GKj síðan hann var 9 ára gamall. Guðni er efnilegur kylfingur og hefur alla burði til þess að ná langt í íþróttinni ef hann leggur hart að sér við æfingar.
 
Guðni er einn af högglengri kylfingum landsins þrátt fyrir að vera einungis 17 ára gamall. Guðni stefnir langt í golfinu en hann vill verða atvinnukylfingur að loknu háskólanámi í Bandaríkjunum.
 
 
Kiðjaberg 
Guðni Valur í Íslandsmóti unglinga í Kiðjabergi
 
 
Nafn: Guðni Valur Guðnason
 
 
Aldur: 17 ára
 
 
Forgjöf: 6,8
 
 
Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Frændi minn gaf mér kylfur í afmælisgjöf og ég byrjaði að leika mér eitthvað út í móa c.a. 2002. Ári seinna fór ég á námskeið og svo byrjaði ég í klúbbnum ári eftir það eða 2004.
 
 
Besta skor: 73 högg á Hólmsvelli í Leiru
 
 
Fyrirmynd: Shaquille O´neal
 
 
Uppáhalds kylfingur? Bubba Watson hann er eitthvað svo flippaður og slær langt.
 
 
Uppáhaldshöggið í golfi? Drævin og púttin eru svona nokkuð jöfn í fyrsta hjá mér.
 
Guðni Valur 
Guðni Valur 11 ára  
 
 
Uppáhaldsgolfvöllur? Hlíðarvöllur auðvitað
 
 
Uppáhaldshola á Hlíðarvelli? 4. holan því að hún er hrikalega flott.
 
 
Helstu styrkleikar í golfinu? Löng högg
  
 
Besta högg sem þú hefur slegið? Ekki hugmynd
 
 
Markmið í golfinu? Reyna að komast í háskóla í USA og komast síðan á PGA eða Evrópumótaröðina og verða atvinnukylfingur.
 
 
Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Æfa meira, verða betri, æfa meira og verða betri en hinir.
 
 
Skemmtilega saga af golfvellinum? Þegar ég braut pútterinn minn á 14. holu í leirunni. Ég slæ gott og langt dræv á miðja braut. Annað höggið svo inn á grín svona 15 metra frá holunni. Síðan pútta ég svona helmninginn af vegalengdinni, pútta síðan bara aftur helminginn af vegalengdinni. Var orðinn svolítið pirraður og labba upp að kúlunni og ætla að setja púttið í fyrir parinu og missi það stutt og til hægri. Þá sparka ég í pútterinn og hann beyglast í 90° og þegar ég ætla að rétta hann við brotnar hann. Svo púttaði ég tvisvar í viðbót með 60° og endaði á double bogey á þessari holu eftir flott fimmpútt.
 
4. teigur 
Guðni slær af 4. teig en 4. holan er uppáhalds hola Guðna
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Golfklúbburinn Kjölur

Höfundur

Golfklúbburinn Kjölur
Golfklúbburinn Kjölur
Fréttir af unglinga og afreksstarfi GKj

Könnunin

Ætlar þú að vera dugleg/ur að æfa í vetur?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 027
  • Picture 026
  • Picture 025
  • Picture 024
  • Picture 023

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband