Kylfingur vikunnar - Finnbogi Steingrímsson

Finnbogi-Steingrímsson

Finnbogi flottur  

 

Kylfingur vikunnar að þessu sinni er hinn ungi og efnilegi Finnbogi Steingrímsson. Finnbogi er einn af efnilegustu kylfingum klúbbsins og náði meðal annars draumahöggi allra kylfinga í sumar en hann fór holu í höggi á 15. braut Hlíðavallar í Opna Fjölskyldumótinu. 

 Finnbogi gerði sér lítið fyrir og varð stigameistari á Mótaröð GKj í flokki 11-14 ára drengja þrátt fyrir að vera einungis á 11 ári. Frábær árangur hjá honum.

Finnbogi_mótaröðGkj 

Finnbogi sáttur með stigameistaratitilinn á Mótaröð GKj 

 

Finnbogi er duglegur og áhugasamur kylfingur og mun án efa ná langt í golfinu ef hann heldur áfram á sömu braut. Finnbogi svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.

 

Nafn: Finnbogi Steingrímsson

 

Aldur: 10 ára

 

Forgjöf: 20,5

 

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði að fikta við golfið 4 ára en byrjaði að æfa 8 ára gamall

 

Besta skor? 77 högg á Hlíðarvelli

 

 Fyrirmynd: Bubba Watson

 

Uppáhaldskylfingur, af hverju? Bubba Watson og af því að hann er svo flottur kylfingur

 

Uppáhaldshöggið í golfi? 80 metra innáhögg

 

Uppáhaldsgolfvöllur? Golfvöllurinn á Húsavík

 

Uppáhaldshola á Hlíðarvelli? Klárlega 15. hola af því að ég fór holu í höggi þar þann 18. júlí 2012 

 

Helstu styrkleikar í golfinu? Stuttaspilið

 

Besta högg sem að þú hefur slegið? Höggið á 15. holu þegar ég fór holu í höggi

 

holaíhöggi 

Finnbogi með kúluna sem hann fór holu í höggi með á 15.braut Hlíðavallar 

 

Markmið í golfinu? Verða það góður til þess að geta komist á erlendar mótaraðir 

 

Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Ég þarf að æfa rosalega vel allan ársins hring 

 

 Picture 033

Feðgarnir glæsilegir á Áskorendamótaröðinni

 

meistaramót 

Glæsileg sveifla! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Golfklúbburinn Kjölur

Höfundur

Golfklúbburinn Kjölur
Golfklúbburinn Kjölur
Fréttir af unglinga og afreksstarfi GKj

Könnunin

Ætlar þú að vera dugleg/ur að æfa í vetur?

Síður

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Picture 027
  • Picture 026
  • Picture 025
  • Picture 024
  • Picture 023

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband