5.11.2012 | 17:07
Kylfingur vikunnar - Kristín María Þorsteinsdóttir
Kristín var valin efnilegust á uppskeruhátíð unglingastarfs árið 2012
Kristín María Þorsteinsdóttir er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Kristín María er einn efnilegasti kylfingur klúbbsins og hefur æft hjá Golfklúbbnum Kili í 6 ár, eða frá 8 ára aldri.
Kristín átti gott golfsumar og var meðal annars í lokaholli á Arionbankamótaröð unglinga á Urriðavelli. Kristín komst einnig í úrslit Unglingaeinvígisins í Mos en það er í fyrsta sinn sem stúlka frá Golfklúbbnum Kili nær því afreki.
Kristín María er frábær fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins og á án efa eftir að ná langt í íþróttinni.
Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Kristínu.
Nafn: Kristín María Þorsteinsdóttir
Aldur: 14
Forgjöf: 15,4
Hvenær byrjaðir þú í golfi og af hverju? Byrjaði að fikta 3 ára með plastkylfur. Öll fjölskyldan mín er í golfi en ég held að ég hafi farið á námskeið og æfingar 8 ára og æft síðan
Besta skor: 86
Fyrirmynd: Þorsteinn Hallgrímsson, Hallgrímur Júlíusson og Rory McIlroy
Uppáhaldskylfingur, af hverju? Pabbi gamli, algjör fyrirmynd úti á velli og frábær kylfingur en líka Rory McIlroy, hefur náð frábærum árangri
Uppáhaldshöggið í golfi? Járnahöggin og vippin
Uppáhaldsgolfvöllur? Að sjálfsögðu Hlíðavöllur en svo líka Vestmannaeyjavöllur
Uppáhaldshola á Hlíðarvelli, af hverju? 4.holan, áskorun en samt getur maður verið í góðum birdie séns
Helstu styrkleikar? Þrjóska og skapið
Besta högg sem þú hefur slegið? Undankeppni Unglingaeinvígisins 2012 á síðustu holunni (12.). Ég setti í 17 metra pútt fyrir að komast áfram. Frábær tilfinning!
Markmið í golfinu? Komast í landsliðið og háskóla út. Vera fyrirmynd fyrir aðra
Hvað þarftu að gera til þess að ná þessum markmiðum? Æfa stíft, vera kurteis og halda einbeitingu
Skemmtileg saga af golfvellinum? Þegar ég var að horfa á Heiðu Guðna keppa í meistaramótinu og þegar hún og fleiri lentu í bið við 7. teig, settust þau niður og byrjuðu að skreyta golfbolta. Óborganlegt!
Kristín María varð klúbbmeistari stúlkna í sumar
Kristín á 4.teig í Unglingaeinvíginu í Mos 2012
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Kylfingur vikunnar | Facebook
Um bloggið
Golfklúbburinn Kjölur
Færsluflokkar
Könnunin
Síður
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.